Búinn að sjá myndbandið af Baby-P

Þetta myndband er áhrifamikið, það eru enginn orð til sem lýsa því.  Engin orð eru nógu dýr. 

Að loknu áhorfi er í boði að horfa á mjög mörg myndbönd þar sem svipaðir hlutir hafa komið fyrir alltof mörg börn.


Nýjasta nýtt

Hvernig lýst fólki á utanþingsstjórn, þar sem sérfræðingar hver á sínu sviði mundu stjórna landinu í einhvern tíma?

Ástæðan fyrir þessari uppásungu er að stjórnmálamenn geta ekki leyst vandamál.  Til þess hafa þeir enga þjálfun. Enda leysist aldrei neitt, það er bara talað og talað.


En samt ekki í landsliðinu...

Langbesti markmaður landsins, sem kom hjálpaði til við að koma HK upp í úrvalsdeild og halda þeim þar í nokkurn tíma. Ef hann skiptir í KR á hann eflaust víst sæti þar...tökum kvennalandsliðið til fyrirmyndar og veljum hæfasta einstakling í hverja stöðu.
mbl.is Gunnleifur og Guðjón efstir í einkunnagjöfinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, þessu átti ég ekki von á!

Það vissi ég svo sem að stjórnmálamenn, flesta a.m.k. vantaði alla tengingu við samfélagið. Nógu duglegir hafa þeir svo sem verið að þegja nú þegar kreppir að.

EN, útspili Þórunnar Sveinbjarnar átti ég hreinlega ekki von. Hvað þýðir þetta svona á mannamáli. Er þetta töf upp á 2-3 vikur þar sem þeir sérfræðingar sem unnu umhverfismat fyrir álver á Bakka og virkjanir tengdar því, bera örstutt saman bækur sínar og komast að sömu niðurstöðu og áður?

EÐA, er þetta töf sem kallar á gagngera endurskipulagninu á þeirri vinnu? Slíkt er væntanlega árs ferli. Sem betur fer eru enn til Alþingismenn hafa skoðanir eins og Kristján Þór Júl. sem segir nokkuð afdráttarlaust, hingað og ekki lengra!

Ég taldi mig ekki hafa forsendur til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en nú er greinilega kominn tími til að endurskoða það. Því hvers vegna er maður yfirleitt að kjósa? Ég geri það til að velja fólk til forustu, fólk sem hefur skoðanir og tekur af skarið. Nú hafa tveir þingmenn Sjálfstæðisflokk, tekið skýra afstöðu, hafi þeir hugheila hjartans þökk fyrir.

Auglýsi ég eftir skoðun forsetisráðherra og utanríkisráðherra á þessu máli. Er Geir sammála þingmönnum sínum? Hefur Þórunn stuðning Ingibjargar Sólrúnar? SVÖR ÓSKAST!!!

Eftir neyslufýllerí almennings og misnotkun bankanna á ódýru lánsfé. Sitjum við nú í súpunni. Allir bíða eftir forustu, alla held ég að hungri í forustu. Það vantar menn á borð við Guðmund J Guðmunds og Einar Odd til að koma hlutunum í gang. Tími aðgerða er runninn upp, ekki skiptir lengur máli hvernig við komust hingað. Málið er að reyna að koma sér burt!

Eins og er erum við stödd í niðursveiflu, en það getur hæglega breyst. Ég held að nú séum við að sigla á ókortlögðu svæði, það veit enginn hvað er handan við hornið.


...vinna það er nú eitthvað minna...

Smá fréttaskot.  Skólinn er náttúrlega búinn og lauk honum með stæl, þegar síðasta einkunn var kominn í hús.Wizard

Annars hef ég bara verið í vinnu.  Lagnahönnun og magntölur, sem er mjög gaman og vel ásættanlegt. Grin

Í dag fékk ég reyndar símtal í vinnuna, þar sem ég var vændur eftir því hvort ég bæri ekki ábyrgð á brunahönnun í viðbyggingu Melaskóla.  Ég stamaði: ,,nei það er ekki ég. ,, Er þetta ekki Guðni Karlsson?" , spurði maðurinn.  ,,Nei", sagði ég: ,,Guðni Helgason". ,,Okei, skakkt númer". 

Skemmtileg saga.  Nú vitið þið hversu mikilvægur ég er, næstum því.Tounge

En annars erum við á leið Norður um helgina með alla strákana. Þá er Kári Marteinsson meðtalinn.

Heyrumst annars... FootinMouth


Prófalestur

Ég er bara einn heima að læra undir próf. Það sækist bara nokkuð vel. Dania og strákarnir fóru til Akureyrar á halda upp á afmæli Tómasar Atla litla sem er orðinn 3ja ára. Veislan hjá litla kallinum er í dag, góða skemmtun.

Ég horfði á part úr Júróvision í gær, sæmileg keppni svo sem. Mér finnst samt að svona keppnir ættu að snúast um besta lagið. Það gerist víst seint.

Jæja best að snúa sér aftur að því að reikna hallandi bitavirki með formbreytingaraðferð. Þar kemur landamærapólitík ekkert við sögu ólíkt Júrovision. 


14.maí. Velheppnaður dagur

Síðasta eiginlega prófinu er lokið á þessu skólaári.  Landmælingar og mælitæki ráku lestina að þessu sinni.   Prófið var munnlegt og í tveimur hlutum,  Landmælingar  og  tæki  og  ARCGis  kortagerðarforrit.  Prófið gekk vonum framar, svona eiginlega, og ber höfuð og herðar yfir önnur munnleg próf sem ég hef farið í.

Einkunn er svo væntanleg á morgunn.

En lífið heldur áfram og í fyrramálið er það Mannvit verkfræðistofa sem tekur við.  Það er nefnilega sumarvinnan mín.  Spennandi, já þokkalega.  Enda í fyrsta skipti í 14 ár þar sem aðalstarfið verður annarsstaðar en hjá pabba.

Annars fór ég að skoða fartölvur í dag og sá ýmislegt álitlegt.  

Hérna heima í Austurbraut var HREINSUNARDAGUR í dag.  Allir fóru út og tíndu heilan helling af rusli sem safnast hefur í kringum blokkina.  Meiri háttar velheppnað framtak sem endaði með grillveislu.

Nokkuð góð leið til að kynnast fólkinu í húsinu og leyfa börnunum að leika sér saman.

 

 


Vó bara leikur í dag og læti

Síðasti leikurinn hjá Man Utd er víst í dag og þegar þeir vinna muna þeir lyfta Úrvalsdeildarbikarnum í 10. skiptið.  Ég er strax farinn að setja mig í stellingar og er tilbúinn að taka á móti hamingjuóskum, í hvaða formi sem þær verða.

Til hamingju með daginn Dania (Mæðradaginn). Þetta mun vera í 5. skipti, í röð sem Dania (eiginkona mín) hefur á loft mæðradagsbikarinn.

Best að reyna að gera eitthvað. 


Ég er kominn af stað aftur

Sæl öll

Nú verður gerð önnur tilraun með að halda úti blog-síðu.  Ég vona að það sé vísindalega mögulegt. 


Höfundur

Guðni Helgason
Guðni Helgason
Ég er einstaklega vel giftur, stoltur faðir þriggja lítilla stráka. Ég er húsasmiður og nemi í byggingartæknifræði við HR.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband