14.maí. Velheppnaður dagur

Síðasta eiginlega prófinu er lokið á þessu skólaári.  Landmælingar og mælitæki ráku lestina að þessu sinni.   Prófið var munnlegt og í tveimur hlutum,  Landmælingar  og  tæki  og  ARCGis  kortagerðarforrit.  Prófið gekk vonum framar, svona eiginlega, og ber höfuð og herðar yfir önnur munnleg próf sem ég hef farið í.

Einkunn er svo væntanleg á morgunn.

En lífið heldur áfram og í fyrramálið er það Mannvit verkfræðistofa sem tekur við.  Það er nefnilega sumarvinnan mín.  Spennandi, já þokkalega.  Enda í fyrsta skipti í 14 ár þar sem aðalstarfið verður annarsstaðar en hjá pabba.

Annars fór ég að skoða fartölvur í dag og sá ýmislegt álitlegt.  

Hérna heima í Austurbraut var HREINSUNARDAGUR í dag.  Allir fóru út og tíndu heilan helling af rusli sem safnast hefur í kringum blokkina.  Meiri háttar velheppnað framtak sem endaði með grillveislu.

Nokkuð góð leið til að kynnast fólkinu í húsinu og leyfa börnunum að leika sér saman.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðni Helgason
Guðni Helgason
Ég er einstaklega vel giftur, stoltur faðir þriggja lítilla stráka. Ég er húsasmiður og nemi í byggingartæknifræði við HR.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband