Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Jæja, þessu átti ég ekki von á!

Það vissi ég svo sem að stjórnmálamenn, flesta a.m.k. vantaði alla tengingu við samfélagið. Nógu duglegir hafa þeir svo sem verið að þegja nú þegar kreppir að.

EN, útspili Þórunnar Sveinbjarnar átti ég hreinlega ekki von. Hvað þýðir þetta svona á mannamáli. Er þetta töf upp á 2-3 vikur þar sem þeir sérfræðingar sem unnu umhverfismat fyrir álver á Bakka og virkjanir tengdar því, bera örstutt saman bækur sínar og komast að sömu niðurstöðu og áður?

EÐA, er þetta töf sem kallar á gagngera endurskipulagninu á þeirri vinnu? Slíkt er væntanlega árs ferli. Sem betur fer eru enn til Alþingismenn hafa skoðanir eins og Kristján Þór Júl. sem segir nokkuð afdráttarlaust, hingað og ekki lengra!

Ég taldi mig ekki hafa forsendur til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en nú er greinilega kominn tími til að endurskoða það. Því hvers vegna er maður yfirleitt að kjósa? Ég geri það til að velja fólk til forustu, fólk sem hefur skoðanir og tekur af skarið. Nú hafa tveir þingmenn Sjálfstæðisflokk, tekið skýra afstöðu, hafi þeir hugheila hjartans þökk fyrir.

Auglýsi ég eftir skoðun forsetisráðherra og utanríkisráðherra á þessu máli. Er Geir sammála þingmönnum sínum? Hefur Þórunn stuðning Ingibjargar Sólrúnar? SVÖR ÓSKAST!!!

Eftir neyslufýllerí almennings og misnotkun bankanna á ódýru lánsfé. Sitjum við nú í súpunni. Allir bíða eftir forustu, alla held ég að hungri í forustu. Það vantar menn á borð við Guðmund J Guðmunds og Einar Odd til að koma hlutunum í gang. Tími aðgerða er runninn upp, ekki skiptir lengur máli hvernig við komust hingað. Málið er að reyna að koma sér burt!

Eins og er erum við stödd í niðursveiflu, en það getur hæglega breyst. Ég held að nú séum við að sigla á ókortlögðu svæði, það veit enginn hvað er handan við hornið.


Höfundur

Guðni Helgason
Guðni Helgason
Ég er einstaklega vel giftur, stoltur faðir þriggja lítilla stráka. Ég er húsasmiður og nemi í byggingartæknifræði við HR.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband